8.9.2009 | 20:05
Meðvirkni
Nú hefur Valdi leiðst út í að opna nýja síðu, sem sennilega er algerlega misráðið. Svona meðvirkni með sjúklingi sem maður hefur aldrei séð getur ekki verið eðlileg. Af hverju er Valdi að svara ákallí manns sem hefur óendanlega þörf fyrir athygli og samúð, er jafnvel tilbúinn til þess að ljúga hverju sem er til þess að útmála sjálfan sig sem fórnarlamb. Ég bara veit það ekki. Ég gerði tilraun til þess að hafa samband við Alvin, en hann svarar ekki.
Hver er svo sjúkdómurinn? Er þetta bara venjulegur alkóhólismi eða eitthvað allt annað? Nú veit ég ekki með áfengisneysluna, það verða aðrir að dæma um það. Kannski er hún alls ekki fyrir hendi, eða innan hóflegra marka. En hver eru þá einkennin?
1)Hégómi á spaugilegu stigi
2)Sjálfsvorkun á spáugilegu stigi
3)Bloggþörf á spaugilegu stigi
4)Athyglisþörf sem er hætt að vera fyndin.
Af hverju er ég, Valdi B. Sturlaugz, meðvirkur í þessu?
Gott væri að fá eitthvað vel yfirvegað svar við því hvaða sjúkdómur lýsir sér með þessum hætti og hvers vegna Valdi spilar með.
Um bloggið
Valdi Sturlaugz
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Minn kæri vin Valdi, ég verð að segja að bærast í mér mótsagnakenndir þegar ég sé þig í netheimum á ný. Gleði yfir að hitta gamlan vin á ný en svo meðvitund um að meðvirkni þín hefur ekki læknast með öllu í meðferðinni hjá mér.
Annars er hér innslag sem ég hef áður látið þig fá en á vel við núna:
Sæll Valdi minn kæri vin. Ég hef fylgst með þér úr fjarska og verð að segja að ég er með nokkrar áhyggjur af þér. Sjálfur hef ég glímt við margvíslega þráhyggjuhegðun og fundið lausn í 12. spora kerfinu. Nú stendur til að stofna samtök bloggofnotenda, BLA, og mér finnst að þú ættir að hugsa þinn gang, minn mæti vin. Þú ert þess verðugur að vera í þeim samtökum. Svaraðu þessum spurningum og þú munt sjá ljósið!
1. Finnst þér að þú notir blogg á eðlilegan hátt? (með eðlilegt er átt við að þú bloggir minna eða álíka mikið og flestir aðrir)2. Hefur maki þinn, foreldrar eða aðrir nánir ættingjar áhyggjur af bloggi þínu eða hafa þeir kvartað undan því?
3. Finnur þú einhvern tíma til sektarkenndar vegna bloggskrifa þinna?
4. Telja ættingjar þínir og vinir að þú notir blogg á eðlilegan hátt?
Ef þú svarar fleiri en þremur atriðum jákvætt, áttu við alvarlegan vanda að stríða og þarft að leita þér hjálpar strax.5. Getur þú hætt að blogga þegar þig langar til þess?
6. Hefur þú einhvern tímann farið á BLA-fund?
7. Hefur blogg þín skapað vandamál eða ósætti milli þín og maka þíns, foreldra eða náinna ættingja?
8. Hefur þú lent í vandræðum í vinnu vegna bloggs?
9. Hefur þú einhvern tímann vanrækt skyldur þínar í vinnu, eða gagnvart fjölskyldu þinni í meira en tvo daga samfleytt vegna bloggs?
10. Hefur þú leitað þér aðstoðar vegna bloggsins?
11. Hefur þú lent á geðspítala vegna bloggs?
12. Hefur þú verið handtekinn vegna þess að þú varst undir áhrifum bloggs við akstur?
13. Hefur þú verið handtekinn og höfð (hafður) í haldi í nokkrar klukkustundir eða meira vegna bloggrugls?
14. Hefur þú bloggað undir leyninöfnum? Og haldið því áfram þó að upp um þig hafi komist?
15. Lifir þú í afneitun á þeim bitra raunveruleika að þú ert frægur bloggdólgur eða “blogdog” eins og Kristján heitégÓlafsson myndi kalla það?
Alvin Alvinson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 23:51
Nei er gamli kominn úr útlegð, varstu ekki bannfærður af Mjallhvít og Púkanum
Gaman að sjá að þú ert hress og ótimbraður, ekki veitir af því að vera duglegur í bindindisfélaginu eftir síðustu verðhækkanir í ríkiskaupum. Ég er að fara í háttinn núna en lít við hjá þér og fæ að njóta orðræðunnar.
Dalbúi (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.